Leita í fréttum mbl.is

Lélegir umræðu þættir í sjónvarpinu.

 

Var að hlusta á framsöguræður flokkanna 16 í sjónvarpinu, það er, þeirra flokka sem bjóða fram í Reykjavík. Heilt yfir þá voru flestir þessir 16 frambjóðendur fremur lélegir og komu varla með nokkra tillögu af viti, sem þeir vildu gera, til úrbóta í borgarmálum Reykjavíkur. Þó fannst mér að þeir 5 frambjóðendur sem ekkert, eða sama sem ekkert fylgi eru sagðir hafa, - (samkvæmt fölskum Gallup-könnunum), - að þeir stóðu sig þó lang best og voru málefnalegastir.

En mér fannst þó ljóður á ráði þessara þátta, og þar á ég við þau sem báru fram fyrirspurnir og áttu að stýra þáttunum. Þau gripu fram í hvað eftir annað, þegar frambjóðendurnir voru að reyna að flytja sitt mál, og þau hjuggu fram í, jafnvel í miðjum setningum, aftur og aftur þegar svarendurnir voru að reyna að flytja mál sitt. Þá gátu þau ekki heldur stjórnað þvi að margir töluðu í einu, hver í kapp við annan, og að þeir sem ekki áttu orðið, töluðu stanslaust ofan í þann sem átti orðið. Þau kunna greinilega ekki sitt fag og ættu ekki að sjást framar við stjórnun svona umræðu þátta.


mbl.is „Þetta eru ansi langar pípur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband