Leita í fréttum mbl.is

Ísland veiti Assange pólitískt hæli á Íslandi.

Það er mín skoðun, að Alþingi Íslendinga eigi að taka fyrir umfjöllun um mál þessa Julian Assange.
Þá tel ég einnig, - og það er mín sannfæring, - að Alþingi eigi að veita Assange hæli á Íslandi af mannúðar ástæðum.

En þess í stað, þá horfir almenningur á það, að útlendingum sem enginn þekkir, eða veit nokkur deili á, - og enginn veit um þeirra bakgrunn, eða nokkurn annan skapann hlut, og í rauninni eiga nákvæmlega ekkert erindi til Íslands, - að þeim er hleypt inn í landið, athugasemdalaust, í tugatali ár hvert.
En íslendska þjóðin situr svo uppi með skellinn af þessu, og borgar í milljörðum fyrir allt saman.

Mál er að linni, og að skrúfað verði fyrir þann innflutning.

En Ísland og íslendska þjóðin myndi öðlast heimsfrægð, og virðingu meðal þjóðanna, með því að bjóðast til þess, að veita Julian Assange, pólitískt hæli á Íslandi.

Og sú virðing fyrir Íslandi kæmi, - hvort svo sem þessu tilboði yrði tekið, eða ekki.

En með þessu þá kæmi einnig skýrt fram, að Íslendingar teldu að réttlætið ætti að fá að ráða í þessu máli.


mbl.is Krepptir hnefar í skothelt gler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst þetta ákaflega góð hugmynd. Assange er mjög virðingarverður maður og það væri heiður fyrir Ísland að bjóða honum að gerast hér ríkisborgari.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2020 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband