Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Mannaskifti virðast nauðsynleg.

Ég held að það sé öllum Íslendingum orðið það vel ljóst að lítið sem ekkert hefur þokast í þá átt að upplýsa um bankahrunið og þá gífurlegu skuldasöfnun og fjármálasukk síðustu ára, sem nú á, - að því er virðist, - að skella á alla þjóðina, til þess að taka á sig og borga. (Þetta fyrirbæri sem ég hefi leyft mér að kalla "Stóra Skell")

 

Einhverjir áttu að rannsaka málin og er ríkissaksóknari þar efstur á blaði. Það virðist augljóst að hann hefur ekki staðið sig í starfi sem skyldi.

 

Nú þegar ríkissaksóknari er gagnríndur af Evu Joly fyrir slæleg vinnubrögð, - (en sem kunnugt er var Eva Joly ráðin af Íslendingum, til þess að rannsaka sjálfstætt þessi mál), - þá stingur saksóknari upp á því að hann, ríkissaksóknarinn, fái að ráða til sín þessa Evu Joly. Með því móti væri það hann sem réði yfir því hvað þessi Eva Joly mætti gera eða segja, og hvað hún mætti ekki gera eða segja.

 

Með þessu sýnir ríkissaksóknari fádæma frekju og valdhroka, líkt og Íslendingar fengu að kynnast á tímum dönsku einokunarinnar.

 

Að mínu mati þá er þetta, eitt og sér, nægileg ástæða til þess að víkja ríkissaksóknara úr starfi, og ekki bara tímabundið, heldur fyrir fullt og allt.

 

Það er mitt álit að ríkisstjórnin og viðkomandi ráðherra hafi til þess fullan rétt og hafi til þess fullkomið vald að skifta um mann í stöðu ríkissaksóknara (og reyndar hvaða embættismann sem vera skal), ef ráðherra telur að viðkomandi hafi ekki staðið sig í starfi sem skyldi.

 

 


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband