Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Er ekki ráðið að auka veiðiheimildir ?

Hvers vegna geta menn þá ekki sameinast um það að leggja kvótakerfið niður þegar það virðist nokkuð ljóst að mikill meirihluti landsmanna er alfarið andvígur þessu kvótakerfi. Þess í stað komi kerfi frjálsra veiða.

Og jafnvel þótt kvótakerfið verði "ekki" lagt niður, - það er að segja, nú á þessari stundu, - hvers vegna er ekki hægt að veita leyfi til þeirra sem ekkert leyfi hafa og jafnframt bæta 20 prósent við alla þá kvóta sem fyrir eru, en jafnframt leggja bann við við selja eða færa kvóta milli útgerða.

Miðað verði við að aukningin gefi minnst 100 þúsund tonna afla til viðbótar. Ekkert gjald verði tekið af hálfu ríkisins vegna þessa.

Það hlýtur öllum að vera mjög vel ljóst að nú þegar verður eitthvað að gera til þess að auka fiskiveiðarnar, enda er það augljóslega besta og skjótvirkasta aðferðin til þess að auka atvinnu í landinu og minnka atvinnuleysið, auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og jafnframt myndu tekustofnar sveitarfélaga vaxa og gefa meira í skatta.

Allt tal um verndun fiskistofna og uppbyggingu fiskistofna verður að leggja til hliðar.

Þess í stað verður að leggja allt kapp á "uppbyggingu" íslendskra atvinnuvega og "verndun" íslendsku þjóðarinnar, - og ef þessi viðbótar veiðileyfi yrðu til þess að einhver fiskistofn myndi skerðast eitthvað, - þá verður það bara svo að vera, - því það er beinlínis orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að auka atvinnu og gjaldeyristekjur.


mbl.is Samdráttur í tekjum vegna minni kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband