Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Aumingjalegt yfirklór demókratanna.

Þetta olíuslys þarna í Mexíkó flóanum, gerðist á vakt Obama forseta og meirihluta demókratanna á þinginu. Það var greinilegt á fréttum á þeim tíma, að yfirvöldin brugðust gjörsamlega og sinntu ekki skyldu sinni um eftirlit, - voru sem sagt, "einhversstaðar úti að aka".

Þá var reynt að gera sem mest úr hversu mikil olía læki út, en til lánsins var það aldrei mikið. En allar fréttir voru síðan þaggaðar niður, þar sem það hentaði greinilega ekki demókrötunum. En núna eftir að repúblíkanar unnu stórsigur í síðustu kosningum, og hafa tekið við sem meirihluti í þinginu, þá er rokið upp með nýjar fréttir að þessu, augljóslega í þeim tilgangi að reyna að klína því á repúblikanaflokkinn að hann beri ábyrgð á þessu, en Obama stjórnin beri enga ábyrgð.

Nú verður spennandi að sjá, næstu dagana og vikurnar, hvort ekki komi meira í fréttum um þetta þar sem repúblíkanar verði sakaðir um að bera ábyrgð á þessu, en því er svo varið, þótt Íslendingar viti það ekki, að flestallir fjölmiðlar og fréttastofur í Bandaríkjunum eru undir stjórn demókrata (les; marxista.)

Þá verður þetta slys vafalaust spunnið upp til þess að reyna að koma í veg fyrir fleiri boranir á hafsbotni.

Ég vil svo bæta því við, að í Norður Dakota, - þar sem flestir Íslendingarnir eru, - þar er að finna auðug olíusvæði sem eru talin mun meiri en í Alaska. Einungis Texas getur státað af meiri olíu, en Norður Dakota kemur næst.

Ef það væru boraðar um 1000 holur og reist eitt eða tvö olíuver í Norður Dakota, þá myndi skjótt breytast og ríkið færi úr því að vera fátækasta ríkið, í það að verða eitt hið ríkasta.


mbl.is Þrír samsekir vegna olíuslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband