Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Sala jarðarinnar, Grimsstaða á Fjöllum, væru hrein og bein landráð.

Ég vil benda öllum Íslendingum á grein mína um innrás Kína í Afríku. Greinin byrtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum.

Þar geta menn lesið um þær ógnvænlegu hættur sem myndu bíða íslendsku þjóðarinnar, ef Íslendingar létu blekkjast og létu ginnast til þess að selja kommúnista-ríkinu Kína, hluta af Íslandi fyrir nokkrar krónur.

Ef slíkt myndi gerast, þá væri það að mínu mati, hrein og bein landráð og föðurlandssvik. Sala Grímsstaða til kommúnista-Kína myndi opna Kínverjum leiðir til skefjalausra árása á frelsi og fullveldi Íslendinga.

Það má hverjum sönnum og sjálfstæðum Íslendingi vera það mjög vel ljóst, að þessi landssala má aldrei verða.

Vert er að menn rifji það upp úr mannkynssögunni, hvernig fór fyrir þeim sem seldi mannorð sitt fyrir fáeina silfurpeninga.


mbl.is Huang Nubo kveðst bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband