Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Þetta er álitið stórhættulegt eiturefni.

Það er síður en svo að allir taki undir það að þetta efni "aspartame" sé skaðlaust. Þvert á móti hafa athuganir ýmissa lækna og vísindamanna tengt þetta efni við ýmsa kvilla og sjúkdóma.

Ótal rannsóknir hafa verið gerðar á afleiðingum af notkun þessa efnis. Meðal afleiðinga þess er talið vera höfuðverkur, krampar, ógleði, ofsakláði, depra, svefnleysi, kvíði, offita, hjartatruflanir, sjóntruflanir, mynnisleysi, verkir í liðamótum, óskýrt tal og margt, margt fleira.

Þá er talið að þetta sætuefni geti haft áhrif til hins verra á ýmsa sjúkdóma, svo sem, flogaveiki, alzheimers veiki, sykursýki, flogaveiki, æxli í heila og fleiri sjúkdóma, svo og að það geti valdið fósturskaða og jafnvel dauða. Þá er talið að það hafi hættuleg áhrif á tauga- og heilafrumur.

Þetta efni sem kallað er "Aspartame" er efnafræðilega búið til úr þrem efnum sem heita á ensku; "aspartic acid, phenylalanine og methanol". Þetta efni er selt undir ýmsum nöfnum, svo sem NutraSweet, Equal og fleiri nöfnum. Þá er þessum efnum blandað saman við ýmiskonar mat og þar á meðal í gosdrykki. Það ætti að vekja fólk til umhugsunar um að nota ekki gosdrykki af neinu tagi, ... sem sagt, ... Aldrei. Þá ætti fólk að kynna sér vel hvaða matartegundir innihalda aspartame, til þess að geta forðast þann mat.

Þá er það vitað að "methanol" (tréspíritus) er baneitrað efni. Það ætti varla að þurfa að útskíra það fyrir Íslendingum, svo mörg hafa slysin orðið af neyslu þessa efnis, það er neysla af tréspíritus, með hörmulegum og skelfilegum afleiðingum. Um 10 prósent af aspertame er methanol, sem sagt, - 10% tréspíritus. Hver vill fá tréspíritus í sinn mat eða drykk ?

Umhverfis- og heilbrigðisráðuneytið bandaríska ráðleggur að magn af tréspíritus sem finnist í mat fari ekki yfir 7,8 milligrömm á mann, á dag. Einn líter af gosdrykk sem er blandaður með þessu sætuefni, getur innihaldið um 56 milligrömm af tréspíritus. Þeir sem nota gosdrykki í óhófi geta því innbyrgt 250 mg. af tréspíritus á dag, eða þrítug-falt það hámark sem er ráðlagt.

Í bók sem hjónin James og Phyllis Balch gáfu út, var þetta efni Aspartame, flokkað sem "efnafræðilega tilbúið EITUR". 


mbl.is Telja aspartam hættulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband