Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Stefnumál Fullveldisflokksins í bankamálum.

Mér datt í hug að setja hér inn stefnumál Fullveldisflokksins í banka- og efnahagsmálum, - töluliði 10 til 14 úr stefnuskránni, - svo menn geti haft það til viðmiðunar í umræðunni um "afnám gjaldeyrishaftanna" !

 10. Bankakerfið verði endurskipulagt og sett skýr lög um alla bankastarfsemi. Gerð verði rannsókn á sölu íslendsku bankanna og kannað hvernig fjármunir hafi skipt um eigendur og hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Bankaleynd verði afnumin. Með sama hætti verði kannaðir bæði sparisjóðir, lífeyrissjóðir og tryggingafélög.

11. Sett verði lög að sparifé landsmanna - (í sparisjóðum, bönkum og lífeyrissjóðum) - megi einungis lána almenningi til húsnæðiskaupa og til uppbyggingar innanlands í íslendsku atvinnulífi.
Innlánasjóðum, bönkum og lífeyrissjóðum, sem varðveita sparifé almennings, verði bannað að eiga fyrirtæki, hlutabréf í fyrirtækjum eða íbúðarhúsnæði, hvorki innanlands né erlendis.
Sett verði lög um endursölu eigna sem lánastofnanir kunna eignast við gjaldþrot fyrirtækja eða einstaklinga og slíkar eignir verði að vera seldar innan ákveðins tíma.

12. Lögum um lífeyrissjóði verði breitt. Þá verði sett í lög að hver og einn maður ráði því sjálfur hvort hann greiði í lífeyrissjóð og þá hversu mikið. Hver þátttakandi í lífeyrissjóði eigi sitt lífeyrissjóðsframlag, á sínu nafni, líkt og væri inneign á reikningi.
Sett verði lög og reglur um greiðslur úr sjóðnum til lífeyrisþega. En eftir fráfall sjóðsfélaga þá gengur það sem eftir er, ásamt vöxtum, til erfingja.
Fé úr lífeyrissjóðum megi einungis lána til íslendskra ríkisborgara og íslendskra fyrirtækja til notkunar innanlands.

13. Þá er það stefna Fullveldisflokksins að miðað verði að því, að allir lífeyrissjóðir verði sameinaðir í einn sjóð.

14. Stefna Fullveldisflokksins er einnig það, að sett verði skír ákvæði í lögum um það að sérhver starfsmaður hafi sinn fulla rétt til þess að semja beint við sinn atvinnuveitanda og að enginn verði skyldaður, gegn sínum vilja, til þess að ganga í launþegafélag.


 


mbl.is Bjarni: Höftin burt á næstu mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband