Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Ennþá stjórn(ar)leysi þjóðar.

Maður bara spyr sig, ... hvað í ósköpunum hafa þessir "utanstjórnar þingmenn" verið að gera síðustu árin, en koma núna eins og af fjöllum, gjörsamlega utangátta með malinn galtóman, eins og vitandi ekki neitt, eða, eins og að þeir hefðu ekki fylgst með neinu árum saman.

 

Ef menn hefðu vitað fyrirfram hvaða úrræði þyrfti að hafa tiltæk, ... og menn hafa jú haft síðustu fjögur heil ár til þess að hafa þau ráð tiltæk, ... þá hefði ekki þurft meira en tvo eða þrjá daga til þess að mynda ríkisstjórn.

 

En nú eru komnar tvær vikur frá kosningum. Ekkert hefur gerst og það er ekki útlit fyrir að nokkuð verði gert næstu tvo til fjóra mánuði, ... og á meðan líður þjóðin.

 

Til þess að létta mönnum erfiðið þá get ég bent á vefsíðu Fullveldisflokksins en þar er að finna allt það sem gera þarf í þessu landi til þess að rétta af þjóðarskútuna. Hvað þurfi að gera til þess að losa fólk við skuldavandann, - hvað þurfi til þess að bæta hag heimilanna, - hvað þurfi til þess að efla sjávarútveginn með afnámi kvótakerfisins, - og fleira.

 

Og til þess að gera mönnum ennþá auðveldara fyrir, ... það er að segja, til þess að reyna að mynda nýja ríkisstjórn, ... þá er alveg nægilegt að taka einungis upp tilögur númer 7, 8, 9, 10, og 11, í stefnuskrá Fullveldisflokksins, ... og úrræðin væru komin á rétta leið með hag þjóðarinnar í fyrirrúmi.

 

 

 


mbl.is Fundað fram eftir degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband