Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Úr stefnuskrá Fullveldisflokksins um bankakerfið.

5, grein. Bankar og sparisjóðir.


   Bankakerfið verði endurskipulagt og sett skýr lög um alla bankastarfsemi. Gerð verði rannsókn á sölu íslendsku bankanna og kannað hvernig fjármunir hafi skipt um eigendur og hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Öll bankaleynd verði afnumin. Með sama hætti verði kannaðir bæði sparisjóðir, lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Rannsókn verði einnig gerð á Seðlabanka Íslands og upplýst verði um eignir og skuldir bankans.


   Sett verði í lög að sparifé landsmanna - (sem ávaxtað er í sparisjóðum, bönkum og lífeyrissjóðum) - megi einungis lána almenningi til húsnæðiskaupa og til uppbyggingar innanlands í íslendsku atvinnulífi. Sett verði lög sem banni lánastofnunum að lána út meira fé en lagt er inn í þá sömu stofnun.


   Bankar sem upphaflega voru ríkisbankar verði teknir eignarnámi. Í þeirra stað á verði settur á stofn einn ríkisbanki með útibúum á helstu stöðum kringum landið. Seðlabanki Íslands verði síðan lagður niður, en eignir og skuldir færðar yfir í nýja ríkisbankann.


mbl.is Skoða leka úr Fjármálaeftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband