Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

"Risþak", - er það ekki lausnin ?


Orsök þessara myglu vandamála er ekki myglan sjálf, heldur það, að hús eru ekki rétt smíðuð, þau eru ekki rétt einangruð og eru ekki rétt frágengin.

Afleiðingin er svo "raki", "vatnsagi" og "saggi" í útveggjum og skúmaskotum. Og út frá því "fúi og mygla".

Þetta hús geðdeildar Landsspítalans, sem sýnt er á myndinni, er með flötu þaki og þar blasir við orsök vandans. Hús með flötu þaki eru ávalt til vandræða og vetnsleki er viðvarandi vandamál. Að mínu mati, þá þarf að setja risþak á bygginguna, - lágris gæti dugað með þakskeggin vel út fyrir veggina.

Og þar sem kostnaður við þakið yrði ámóta mikill, hvort sem það er sett ofan á þrjár hæðir eða fleiri, þá væri kannske tilvalið að bæta einni hæð, eða fleiri, ofan á húsið og svo risþakið þar ofan á.

Þá mætti efri hæðin, (eða efri hæðirnar), vera með öðru og fallegra útliti, enda er þetta hús aldeilis ferlega ljótt, - að mínu mati.


mbl.is Mygla á deild með nýfæddum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband