Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Ekki nægilega vandað til frétta.

Það má segja, að það er oft á tíðum dapurlegt að sjá hversu sumar fréttir eru illa unnar. Þessi Morgunblaðsfrétt er ein af þeim. Þar segir í fyrirsögn: “Trump gersigraður í tveim ríkjum”.

En þetta er bara ekki allskostar rétt. Í Wyoming-ríki er kosið um einn fulltrúa í hverri sýslu (eða kjörsvæði), en samtals sendir það ríki 29 fulltrúa á landsþing Repúblíkanaflokksins, sem haldið verður í sumar. En á landsþinginu verður endanlega valinn og kosinn sá frambjóðandi sem flokkurinn bíður fram í kosningunum til forseta Bandaríkjanna, þann 8, nóvember næstkomandi.

Síðasta laugardag 12, mars 2016, var kosið um 12 þessara fulltrúa frá Wyoming og fékk Ted Cruz níu þeirra. Á flokksþingi Repúblikanaflokks Wyoming, sem haldið verður um miðjan apríl, verður svo kosið um þá 14 fulltrúa sem á vantar, en þrír fulltrúar til viðbótar eru sjálfkjörnir. Þeir þrír eru í yfirstjórn flokksins í ríkinu.

Í frétt Morgunblaðsins segir á einum stað orðrétt: “Í Wyom­ing var út­koma auðkýf­ings­ins kjaft­fora enn verri”.

Fréttamaður sem vandur er að virðingu sinni, hann setur ekki svona lagað orðfæri á prent, og það síst af öllu í vandaðasta og útbreiddasta blaði landsins.

Og að sjálfsögðu þá er þessi athugasemd mín hér, samkvæmt mínu eigin mati.

 


mbl.is Trump gersigraður í tveimur ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband