Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Geta útgerðirnar ekki lært eitthvað af "gamla" Ford ?

Henry Ford leyfði engum verkalýðsfélögum eða verkalýðsforkólfum, að koma inn fyrir dyr í sínum fyrirtækjum. Og hann sagði, að ef þeim tækist það, þá myndi hann loka öllum sínum verksmiðjum. Þannig var nú það.

En hann gerði vel við sína menn og greiddi þeim hærri laun heldur en hinar bílaverksmiðjurnar. Eitt árið, þegar framleiðslan og salan gekk betur en nokkru sinni fyrr, þá “tvöfaldaði” hann launin til allra þeirra sem hjá honum unnu. Það var engin furða þótt allir vildu vinna hjá Ford.

Mér finnst að íslendskir útgerðarmenn megi taka mið af þessu. Þeir mættu gjarnan semja við sína sjómenn. Og hvers vegna ekki, - til dæmis í þetta eina skipti, - að útgerðarfyrirtækin gengju að öllum kröfum þeirra sjómannanna ? Myndi það ekki örugglega skila sér til baka ?

Þetta stagl og rifrildi og verkföll, sem fólk hefur horft upp á síðustu áratugina, skilar í rauninni engu nema vaxandi sundurlyndi, óánægju og misklíð.

Og mál er að linni. Verkföll, vinnustöðvanir og allt það sem þeim fylgir, tilheyrir liðinni tíð, ... eða, í það minnsta; ætti að tilheyra liðinni tíð.

 

 


mbl.is Yfir 1.000 umsóknir vegna verkfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband