Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Hér er mín tilgáta um örlög þotunnar MH370.

 

 

Við lestur fréttanna um þessa týndu flugvél, MH370, þá er ljóst að í þrjú ár hefur farið fram gríðarleg leit að vél þessari um allt Indlandshaf og hafssvæðin þar um kring. Ýmislegir hlutir og brak hefur fundist rekið á fjörur á eyjum víðsvegar um þetta gríðarlega stóra leitarsvæði. Þó virðist sem engir hlutir hafi fundist sem þá jafnframt hefur tekist að sanna að séu úr þessari týndu flugvél.

Ef engir þeir hlutir finnast við leit á hafinu, - hlutir sem hægt er að sanna með óyggjandi hætti að séu þessari týndu flugvél, - þá vil ég halda mig við mína tilgátu, sem ég setti fram strax sama daginn og vélin hvarf.

Það kom strax fram í fréttum að einhverjir hafi verið að reyna að ræna flugvélinni, því það þótti sannað að einhver hefði reynt að aftengja sjálfvirkan staðsetningarbúnað. Því eins þá ályktaði ég að jafnframt þá hefði verið eyðilagt meira af stjórnbúnaði vélarinnar, sem hefði svo valdið því að loftþrýstingur hafi farið af farþegarýminu. Er þá stutt í að allir missi meðvitund, jafnt farþegar sem áhöfn. En sjálfstýringin heldur vélinni áfram á sömu stefnu og í sömu hæð, meðan þessu er ekki breitt, og heldur vélin þá sömu stefnu meðan eldsneytið endist.

En mín tilgáta var, og er, að þessarar flugvélar sé því, - lang líklegast, - að leita í fjallgörðum og eyðimerkum Mongólíu.


mbl.is Leitin að MH370 hefst aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband