Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2017

Gerum rétt, - afnemum kvótakerfiđ, - gefum sjómönnum frelsi til fiskiveiđa.

Ţessar hugmyndir eđa tillögur um eitthvert sérstakt “veiđileyfagjald” eđa einhverskonar greiđslur “fyrirfram” fyrir “afnot af fiskveiđiauđlindinni” eru hreint út sagt fáránlegar og langt frá allri skynsemi. Ţetta virđist vera beint upp úr kenningum kommúnistmans, ţar sem á ađ útiloka allt frelsi manna til eđlilegrar vinnu og athafna, en ţess í stađ á ađ skattleggja allt í rauđann dauđann. Og ađ tala um ađ ţessi “ofur-skattlagning” geti orđiđ “grundvöllur ađ víđtćkri sátt í samfélaginu”, er, - ađ mínu mati, - kolröng hugmyndafrćđi sem á enga stođ í veruleikanum.

Einn fiskur sem dreginn er úr sjó, felur í sérstakt verđmćti. Ţađ fer svo eftir ýmsu hvernig til tekst ađ vinna söluhćfa vöru úr fiskinum og selja hann fyrir gott verđ. Og sá peningur sem ţá fćst fyrir fiskinn, er allt ţađ verđmćti sem fyrir hann fćst, - og meira verđur ţađ ekki, - og breytir engu hvernig ólmast er međ einhverjar reglugerđir, eđa nefndir skipađar.

Og ţađ sem fćst greitt fyrir fiskinn, fer ţá fyrst til ţess ađ greiđa útgerđar kostnađ, vinnu sjómanna, sem og ýmsan annan kostnađ, ţar á međal ýmiskonar skatta og gjöld sem ríkiđ hefur lagt á alla útgerđ međ alls kyns reglugerđa fargani. Ţađ sem ţá er eftir af verđmćti fisksins er ţá hagnađur. Og sá hagnađur má ţá jafnframt reiknast sem skattstofn fyrir ríkissjóđ.

Ţađ er sagt ađ ţjóđin eigi auđlind sjávarins og ţađ mun vafalaust rétt vera. En ađ “ríkiđ” eigi auđlindina og geti skattlagt eftir geđţótta, tel ég vera mjög mikiđ vafaatriđi.

Ég tel ađ frelsi til vinnu og framkvćmda sé undirstađa allra framfara. Litlu útgerđarstađirnir viđ hafnirnar allt í kringum landiđ, hafa fá eđa engin önnur úrrćđi til ţess ađ byggja upp sinn efnahag og skapa atvinnu, nema međ ţví ađ gera út fiskibáta og skapa verđmćti á stađnum, úr auđćfum sjávarins, - “silfri hafsins”. Ţađ er ţví nauđsynlegt ađ allt sé gert til ţess ađ auđvelda fólkinu á ţessum stöđum til ţess ađ stunda sína útgerđ, sem er best gert međ ţví ađ gefa mönnum frelsi til fiskiveiđa.

Kvótakerfiđ hefur haft lamandi áhrif á afkomu fólks í sjávarplássunum. Kvótakerfiđ hefur gefiđ fáeinum útvöldum, nánast “einkarétt” á fiskiveiđum viđ landiđ, og auđćfi hafsins hafa safnast á fáar hendur. Ţeir ríku hafa orđiđ enn ríkari, á kostnađ minni stađanna. Nýjasta dćmiđ er frá Akranesi, ţar sem svipta á ţann bć, stórum hluta af sínum atvinnumöguleikum.

Mál er ađ linni, - kvótakerfiđ verđur ađ afnema !


mbl.is Ţorsteinn Pálsson leiđir nefndina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband