Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017

Hvert er landið að stefna ? ... Er þjóðin vakandi ?

Það er ýmislegt sem fær mann til þess að gruna, að það sé kerfisbundið unnið að því, - (bak við luktar dyr), - að “útríma” hinum dreifðu byggðum landsins. Kvótakerfið var sett á, beinlínis með það fyrir augum að rústa og leggja í auðn, alla litlu bæjina og útgerðarstaðina, allt í kringum landið, með því að gefa fáeinum útvöldum alla auðlegð hafsins, (þótt það sé nú hvergi sagt eða viðurkennt).

   (Kvótagreifunum, - Granda, Samherja og þeim öllum    hinum, - verður líka fórnað á altari ESB og heimshyggjunnar, þegar þar að kemur, og þá mega þeir sín einskis).

Þá hefur stöðugt verið hert að íslendskum bændum með alls kyns fargani reglugerða sem og hinum ólíklegustu lagaflækjum, sem allar miða að því sama, - sem er; - að útríma bændastéttinni, sem og, að þurrka út allt líf í hinum dreifðu sveitum landsins.

Og hvað verður þá eftir ? Allt dreifbýli lagt í auðn, og ekkert eftir nema nokkrir hótel-kassar á einu horni landsins, - hótel sem eiga að soga til sín fé inn í ríkiskassann frá ferðamönnum.

Þá er spurningin, - hvort fjármunir sem hægt er að ná af ferðamennskunni, inn í ríkissjóð, verði í rauninni nægilegir til þess að standa undir ofurbólgnu ríkisbákni.

En, hvað gerist svo, ef ferðamennirnir koma ekki? Það er; ef botninn dettur úr ferðamennskunni og ferðamennirnir koma ekki, nema þá í örlitlum mæli ?

Hvað verður þá eftir, - búið að leggja í auðn hinar dreifðu byggðir til sjávar og sveita, - hina einu og sönnu undirstöðu fyrir heilbrigðu og traustu mannlífi á Íslandi. Svo og; - hótelkassarnir tómir ?

Okkar litla, góða og hugljúfa Ísland, verður þá ekki til lengur, - svo einfalt er nú það !

 


mbl.is Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband