Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Íslendingar veiti kristinni fjölskyldu hæli.

Í fréttum þá hefur komið skírt fram, að kristin fjölskylda sé ofsótt í landi sínu, Pakistan. Þá hefur þessi ofsótta kona, Asia Bibi, - sem er gift og á sína fjölskyldu, - einnig verið dæmd til dauða, fyrir þær sakir einar, að hún hafi ætlað sér að sækja vatn úr brunni, rétt eins og aðrir þorpsbúar. Fyrir þær sakir, ef sakir skyldi kalla, þá hefur hún verið látin sitja í fangelsi árum saman, bíðandi síns dauðadóms.

En fyrir nokkru var dómurinn felldur niður og var hún látin laus úr fangelsi. En síðan þá, þá hefur óður múgur vaðið þar um stræti og heimtað að þessari ofsóttu konu, verði ráðinn bani. Boðið hefur verið 500.000 rúpíur, - (3.750 dalir eða 455.000 ísl.kr.), - hverjum þeim sem ræður henni bana.

Hvernig væri það nú, að Alþingi og ríkisstjórnin stígi nú fram og veitti þessu fólki, - þessari Asia Bibi og hennar fjölskyldu, - hæli á Íslandi?

Slíkt yrði ráðherrum og þingmönnum til mikillar sæmdar, og íslendska þjóðin gæti verið stolt af þeirri ákvörðun, - sem og, - þá yrðu Íslendingar, þar með, öðrum þjóðum til eftirbreytni.

Íslendska þjóðin myndi þá öðlast vinsemd og virðingu, - meðal þjóða heimsins, - sem merkisberi friðar, frelsis og réttlætis.


mbl.is Bibi enn í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband